Um prjónum saman

Vefsíðan www.prjonumsaman.com ásamt greinargerð er mitt lokaverkefni til B.Ed. gráðu í Faggreinakennslu í grunnskóla við menntavísindasvið Háskóla Íslands vorið 2014. Inni á vefsíðunni má finna kennslumyndbönd í flestum grunnaðferðum við að prjóna ásamt ýmsum hagnýtum fróðleik. Hugsunin er að vefsíðuna sé hægt að nota í flippaða/speglaða kennslu, sjálfsnám, sem og sýnikennslu fyrir bæði einstaklinga og hópa, innan kennslustofu sem utan. Myndbönd sem þessi eru kjörin til þess að ýta undir einstaklingsmiðað nám, en hver og einn ætti að finna efni við sitt hæfi. Vefurinn er opinn öllum að kostnaðarlausu, svo foreldrar eða aðrir aðstandendur sem vilja aðstoða börnin sín eða rifja upp gamla kunnáttu heima við hafa fullann aðgang að því efni sem börnin þeirra eru að læra.

 

Það er mín ósk, að þú lesandi góður, finnir eitthvað við þitt hæfi hér inni.

 

Prjónum saman, 

 

Rakel Tanja Bjarnadóttir

 

 

 

Rauður

Grunnþekking

Myndbönd sem eru að mestu með rautt garn eru myndbönd ætluð byrjendum. 

Þar er farið í að fitja upp, prjóna garðaprjón, fella af og ganga frá endum. 

Gulur

Byggt ofan á grunnþekkingu

Gul myndbönd eru ætluð þeim sem hafa tileiknað sér þá kunnáttu sem farið er yfir í rauðu myndböndunum. Þar er farið í ögn flóknari hluti, eins og til dæmis að prjóna brugðið, prjóna í hring, útaukningu, úrtökur og skipta um lit.

Grænn

Fyrir lengra komna

Græn myndbönd koma í beinu framhaldi af þeim gulu og eru hugsuð þannig að þegar þeirri færni sé náð ætti sá sem prjónar að vera fær í flestann sjó og ætti að geta prjónað eftir flóknari uppskriftum. Farið er í atriði eins og kaðlaprjón, að prjóna í hring með 4-5prjónum, töfralykkju og að lykkja saman.