Fellum af

 

 

 

Fellum af

 

Þegar stykkið hefur verið prjónað þarf að taka það af prjónunum. Ef við drögum prjóninn úr, raknar prjónið upp og þess vegna fellum við heldur af. Þetta er ein af mörgum leiðum við að fella af. Fyrst prjónum við tvær lykkjur. Síðan steypum við lykkjunni sem við prjónuðum fyrst yfir þá sem við prjónuðum síðar. Prjónum svo eina lykkju og steypum þeirri fyrir yfir þá seinni. Þetta er endurtekið þar til ein lykkja er eftir á hægri prjóninum og engin á þeim vinstri. Þá er bandið klippt í hæfilega lengd til þess að fella af og spottinn dreginn í gegn um síðustu lykkjuna.