Hér má finna ýmislegt áhugavert!

Áhugaverðar bækur:

Það er til gífurlegt magn af áhugaverðum bókum tengdum prjónaskap, hér eru nokkrar nýlegar bækur á íslensku sem innihalda tækni og uppskriftir sem gætu vakið áhuga þinn:

 

Húfuprjón, eftir Guðrúnu S. Magnúsdóttur, gefin út 2012

 

Prjóna Biblían, eftir Grétu Sörensen, gefin út 2013

 

Prjónað úr íslenskri ull, gefin út 2013

 

Textílhönnun 2, eftir Fríði Ólafsdóttur, gefin út 2013

 

Stóra handavinnubókin, eftir Maggi Gordon, Sally Harding og Ellie Vance, gefin út 2013

 

Vettlingar-Mittens, eftir Margréti Maríu Leifsdóttur, gefin úr árið 2012

 

 

 

 

Áhugaverðar krækjur:

Heimasíður sem innihalda uppskriftir og fróðleik um prjón eru ekki margar á íslensku, en þó eru nokkrar til. Hér má finna krækjur í bæði íslenskar og erlendar síður af þeim toga:

 

Ístex framleiðir lopa og garn úr íslenskri ull. Á heimasíðu þeirra má finna bæði fróðleik, fríar uppskriftir, en þar er einnig hægt að kaupa garn og prjónablöð.

 

Handprjónasamandið er samvinnufélag fólks sem hefur drýgt tekjur heimilis síns með prjónavarningi. Á heimasíðu fyrirtækisins má bæði finna fróðleik, fríar uppskriftir og hægt að versla hverskyns prjónavarning.

 

Héléne Magnússon heldur úti heimasíðunni prjónakerling.is. Hún er hönnuður sem leikur sér með íslenskt prjón. Á síðunni má finna fullt af fallegum uppskriftum sem og gerast áskrifandi af fyrsta íslenska prjónablaðinu á netinu. 

 

Ravelry er prjóna og heklsamfélag á netinu. Vefsíðan er á ensku, en þar má finna uppskriftir bæði af prjóni og hekli á nánast öllum heimsins tungumálum. Það þarf að skrá sig inn á vefsíðuna, en ekki láta það stoppa þig, það er frítt og ávinningurinn í magni upplýsinga og uppskrifta er vel þess virði. 

 

Prjónamunstur.is er íslensk vefsíða þar sem þú getur búið til uppskrift eftir þínu höfði, prentað úr og prjónað svo eftir. Þú velur það garn sem þú ætlar að nota, hvaða stærð, setur inn prjónfestuna þína og þar á eftir litar þú þitt munstur inn í munsturteikningu. Einfaldara og þægilegri verður lopapeysuhönnunin ekki. Athugaðu að tölvan þarf að hafa forritið Silverlight til þess að geta keyrt forrit sem vefsíðan býður upp á. Aðgangur að síðunni er ókeypis.