Garðaprjón

 

 

 

 

Garðaprjón

 

Þegar búið er að fitja upp er hægt að byrja að prjóna. 

Prjónninn með lykkjunum er í vinstri hönd og prjónninn í hægri hönd sækir lykkur af þeirri vinstri. Athugaðu hvernig bandið liggur í vinstri hönd, það eru margar leiðir við að halda á bandinu og engin hvorki rétt né röng, þetta er bara ein af mörgum. Lykil atriði er að bandið sé ekki of laust og ekki of strekkt. 

Prjónninn í hægri hönd fer inn í fyrstu lykkjuna á vinstri prjón krækir utan um garnið, dregur garnið í gegn um lykkjuna, býr þannig til nýja lykkju og sleppir þá gömlu lykkjunni af vinstri prjón. Þetta er endurtekið aftur eins og uppskrift segir til um.