Prjónum aulasnúru (i-cord)

 

 

 

 

Aula snúra/I-cord

 

Þessi snúra ber nafn sitt (I-cord, sem er stytting af idiot-cord eða aulasnúra) af því að Elizabeth Zimmermann sem uppgötvaði aðferðina fannst það vera svo aulalegt að hafa ekki uppgötvað þessa aðferð fyrr, enda mjög einföld leið til að prjóna snúru. Þessi snúra er gjarnan notuð sem bönd í húfur, snúru milli vetlinga og sem reimar í ungbarnaskó, svo eitthvað sé nefnt.