Prjónum kaðla

 

 

 

 

Kaðlar

 

Hér má sjá hvernig lykkjur eru settar upp á kaðlaprjón til þess að prjóna kaðla. Þegar kaðlar eru prjónaðir stendur í uppskrift (eða er táknað í mynsturteikningu) setjið x marga kaðla á kaðlaprjón fyrir framan/fyrir aftan, prjónið x lykkjur, prjónið síðan lykkjurnar af kaðlaprjóninum.

 

Hér er fyrst sýnt þegar 3 lykkjur eru settar upp á kaðlaprjón og settar fyrir framan, 3 lykkjur prjónaðar og svo hvernig prjónað er af kaðlaprjóninum. Seinni kaðallinn er prjónaður þannig að 3 lykkjur eru settar fyrir aftan, 3 lykkjur prjónaðar og svo prjónað af kaðlaprjóninum.