Lykkjum saman
Lykkjað saman
Hér má sjá hvernig lykkjað er saman, en þessi aðferð er notuð til þess að lykkja saman til dæmis undir höndum á peysum, tær á sokkum og fremst á fingrum á sumum vettlingum.
Það er tvennt sem þú þarft að muna:
1. fyrstu tvö sporin til þess að byrja að lykkja saman eru ÖFUGT við hvernig þú byjar venjulega og þú ferð bara í eina lykkju á hvorum prjón en ekki tvær (og þá geturu byrjað að lykkja saman).
2. Í fremri prjóninn ferð þú alltaf með nálina í fyrri lykkjuna eins og þú ætlir að prjóna hana og í þá seinni ferð þú með nálina beint á móti prjóninum. Á aftari prjóninum gerir þú akkúrat ÖFUGT (fyrri lykkja beint á móti prjóni, seinni eins og prjóna).