Prjónum tvöfalt stroff

 

 

 

 

Tvöfalt stroff

 

Tvöfalt stroff er prjónað líkt og einfalt stroff, það eru bæði sléttar og brugðnar lykkjur í sömu umferð, en munurinn er sá að það eru prjónaðar tvær sléttar og tvær brugðnar til skiptis. Hér gilda sömu lögmál og með einfalda stroffið, prjónar slétta lykkju yfir sléttri og brugðna yfir brugðinni.