Prjónum tvíbandaprjón

 

 

 

 

Tvíbandaprjón

 

Hér má sjá þrjár aðferðir við það að prjóna svo kallað tvíbandaprjón, en það er þegar reglulega er skipt um lit í  sömu umferð til þess að búa til mynstur.

 

1. Bæði böndin á vísifingri vinstri handar.

 

2. Skipt um band við litaskipti. 

 

3. Annað bandið á vísifingri vinstrihandar en hitt á vísifingri hægri handar.

 

Sama hvaða aðferð er farin þarf að passa upp á að böndin sem eru fyrir aftan prjónið séu ekki of strekkt og ekki of laus, en þá er hætta á að mynstrið herpist saman eða verði ójafnt.