Fitjum upp

 

 

 

Fitjum upp

 

Við byrjum á því að skoða hvernig böndin liggja í vinstri hönd. bandið fer yfir vísifingur og þumalfingur og á milli þeirra búum við til slaufuhnút sem verður fyrsta lykkjan á prjóninum. 

Til að búa til fleiri lykkjur fer prjónninn undir bandið á framanverðum þumalfingri, yfir næsta band og krækir í það þriðja á vísifingri, til baka yfir mið bandið og aftur undir bandið á þumalfingri. Þumallinn strekkir svo bandið utan um prjóninn og býr þannig til nýja lykkju. Endurtekið eins oft og uppskrift segir til um